• Cypex reyksvæling 31gr

Breiðvirkt skordýraeitur sem býður upp á skjóta lausn.

Sýpermetrín er breiðvirkt sæfiefni og vel þekkt víða um heim fyrir góða eiginleika hvað varðar eiturefni og umhverfi.

Sýpermetrín reyksvæling virkar t.d. gegn kakkalökkum, köngulóm, bjöllum, flóm, lúsum, mölfiðrildum, flugum og bitmýi.

Notkunarleiðbeiningar

• Lokið rýminu eins vel og hægt er. Lokið dyrum og gluggum, lokið fyrir arin og komið í veg fyrir gegnumtrekk.

• Fjarlægið fólk, plöntur og dýr, þar með talda fiska, úr rýminu sem fengist er við.

• Takið með ykkur þann fjölda af reyksvælingum sem þarf. Takið lokið af hylkinu.

• Setjið hvert hylki af reyksvælingu á eldfast yfirborð. Þegar notuð eru fleiri en eitt hylki af reyksvælingu, dreifið þeim þá um svæðið sem á að fást við og gerið þær tilbúnar til kveikingar áður en kveikt er á þeirri fyrstu. Berið eld að kveiknum með eldspýtu. Ekki skilja eldspýtuna eftir í hylkinu. 

• Kveikið á reyksvælingunum í röð, byrjið á þeirri sem er fjærst frá fyrirfram ákveðinni útgönguleið. 

• Eftir að meðferð er lokið, opnið glugga og dyr og loftræstið vandlega í 30 mínútur. 


Cypex reyksvæling 31gr

  • Vörumerki Octavius Hunt
  • Vörunúmer: SGSYP31
  • Lagerstaða: Til á lager