• T95-IP Pro. ryðfrítt vatnsþolið - 180fm

T95-IP Professional flugnabaninn er ryðfrír og verndar allt að 180 fermetra svæði gegn fljúgandi skordýrum. Þetta fyrirferðarlitla tæki bíður upp á margvíslega notkunarmöguleika. Það má festa á vegg, láta hanga niður úr lofti eða hafa frítt standandi. Einnig hentar þetta tæki sérlega vel þar sem lofthæð er lítil eða takmarkað veggpláss.

VATNSÞOLINN:
Flugnabaninn er í flokki IPX-5 yfir vatnsþolinn búnað - Sprauta má vatni á allar hliðar búnaðarins af 6,3mm stút miðað við 12,5 lítra á sekúndu og við 30kN/m2 þrýsting í 3 mínútur í 3 metra fjarlægð.

AUÐVELDUR Í VIÐHALDI:
T95-IP Professional frá Insect-a-clear er auðveldur í viðhaldi. Með því að losa tvær skrúfur sem halda framhlíf flugnabanans kemstu auðveldlega að perunum og ristinni.

KASSINN ER ALLUR ÚR STÁLI:
Ekkert plast er í meiginburðarvirki þar sem útfjólublátt ljós veldur því að plastefni verður stökkt og brothætt.
Með því að nota ekkert plast í meiginburðarvirki Insect-a-clear hefur tekist að draga mjög úr brothættu og uppsöfnun óhreininda sem gjarnan fylgja tækjum úr plasti.

PERUR MEÐ ÖRYGGISHlLÍF:
Allir nýjir flugnabanar frá okkur koma með perum með öryggishlíf. Öryggishlífin er plasthlíf sem umliggur peruna og verndar umhverfið fyrir glerbrotum. Ef peran brotnar haldast glerbrotin inn í öryggishlífinni, en það er afar mikilvægt þar sem unnið er með opin matvæli.


ÍTARLEG ÚTLISTUN:
Verndarsvæði: Allt að 180 fermetrar
Rafspenna: 230 Volt
Afl: 75 W
Útfjólublá pera: 2 stk. af 18W Aflöng 600mm T8, m/öryggishlíf

Stærð: 650x145x270mm
Þyngd: 6,5 kg
Áferð: Ryðfrítt
Burðarvirki: 304 ryðfrítt stál
Ábyrgð: 5 ár (þó ekki á perum)

Varan er CE samþykkt og uppfyllir kröfur BS EN 60335-2-59.
Framleiðendur stefna að frekari endurbótum og áskilja sér rétt til að breyta tæknilegum atriðum án þess að um það sé tilkynnt fyrirfram.

T95-IP Pro. ryðfrítt vatnsþolið - 180fm

  • Vörumerki Insect-a-clear
  • Vörunúmer: BPF95ISS
  • Lagerstaða: Til á lager

Svipaðar vörur