Markmið námskeiðsins:
Að veita fagfólki í meindýravörnum dýpri skilning á:
-
líffræði og hegðun helstu fleygra skordýra innanhúss,
-
greiningu, úttekt og vöktun í mismunandi aðstæðum,
-
réttri notkun EFK/ILT (val á búnaði, UV/ljósgjöfum, staðsetningu og öryggissjónarmiðum),
-
reglubundnu viðhaldi, bilanaleit og gæðatryggðri þjónustu,
-
mikilvægi skjölunar, eftirfylgni og samskipta við viðskiptavini, sérstaklega í viðkvæmu umhverfi (t.d. matvæli, þjónusturými og iðnaður).
Þátttakendur öðlast hagnýta færni til að meta aðstæður, velja viðeigandi lausnir, setja upp vöktunarkerfi og framkvæma þjónustu á EFK/ILT í samræmi við fagleg viðmið.
Fyrir hverja:
Fyrir meindýraeyða og annað fagfólk sem kemur að meindýravörnum, úttektum, þjónustu eða rekstri flugnabana (EFK/ILT), sérstaklega í innanhúss- og viðkvæmu rekstrarumhverfi.
Lengd og form:
Lengd: 1 dagur (6–8 klst.)
Kennsluform: Fyrirlestur, mynddæmi, hópverkefni, umræður og verkleg æfing (uppsetning/viðhald og grunn-bilanaleit).
Kennsla fer fram í kennslustofu og/eða á vettvangi eftir aðstæðum.



