Silvercheck silfurskottugildra
Einföld, hreinleg og áhrifarík leið til að losna við silfurskottur
Silfurskottur eru algengar á rakasvæðum eins og á baðherbergjum, í eldhúsum, geymslum og þvottahúsum. Silvercheck er límspjald með beitu sem laðar að silfurskottur án eiturefna – örugg lausn fyrir heimilið.
Gildran er gerð úr pappa með öflugum límfleti og inniheldur áhrifaríka beitu sem laðar silfurskottur inn í gildruna þar sem þær festast og drepast.
Kostir Silvercheck silfurskottugildru:
- Eiturefnalaus og örugg í notkun
- Einföld í samsetningu og notkun
- Má leggja á gólf eða festa á vegg með tvíhliða límbandi
- Hentar undir húsgögn, í horn og þröng svæði
- Fullkomin fyrir heimili, fyrirtæki, vöruhús og verslanir
Svona notar þú Silvercheck:
- Settu gildruna saman samkvæmt leiðbeiningum.
- Settu meðfylgjandi beitu inn í gildruna.
- Fjarlægðu filmu af límfleti gildrunna.
- Settu gildruna þar sem silfurskottur sjást eða haldið er að þær séu, t.d. við sprungur, veggskil og rör.
- Má einnig festa á vegg eða lóðrétt yfirborð með límbandi.
- Skoðaðu gildruna reglulega og skiptu út þegar hún er full.
Ráðlögð notkunarsvæði:
- Baðherbergi
- Eldhús
- Þvottahús
- Vöruhús
- Verslanir
- Geymslur
- Alls staðar þar sem silfurskottur sjást
Til að hámarka árangur:
- Notaðu eina gildru á hverja 5 m².
- Skiptu um gildru eftir 3-4 vikur eða þegar hún er orðin full.