Markmið námskeiðsins:
Að veita fagfólki í meindýravörnum dýpri skilning á:
-
líffræði og hegðun veggjalúsa,
-
réttum greiningaraðferðum og vöktun,
-
val á meðferðaraðgerðum og efnalausum lausnum,
-
mikilvægi skjölunar, áhættumats og samskipta við viðskiptavini.
Þátttakendur öðlast hagnýta færni til að framkvæma skoðanir, meta aðstæður og beita viðeigandi stjórnunaraðferðum í samræmi við fagleg og reglugerðarleg viðmið.
Fyrir hverja:
Fyrir meindýraeyða með notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum frá Umhverfisstofnun.
Lengd og form:
-
Lengd: 1 dagur (6–8 klst.)
-
Kennsluform: Fyrirlestur, mynddæmi, hópverkefni og umræðutímar.
-
Kennsla fer fram í kennslustofu eða á vettvangi.



