Veggjalús – Líffræði, greining og stjórnun

    Námskeiðið Veggjalús – Líffræði, greining og stjórnun er fyrsta námskeið Streymi símenntunar og markar upphaf að faglegri fræðslu fyrir íslenska meindýraeyða. Námið miðar að því að efla þekkingu og færni þátttakenda í að greina, meðhöndla og fyrirbyggja útbreiðslu veggjalúsa með áherslu á samþætta meindýraeyðingu (IPM).

    Efnið byggir á nýjustu þekkingu og alþjóðlegum viðmiðum í faginu og sameinar fræðilega undirstöðu og hagnýta nálgun við raunverulegar aðstæður.