Vulcan 8 IP55 LED er ný kynslóð flugnabana frá Insect-a-clear sem verndar allt að 80 fermetra svæði fyrir fleygum skordýrum. Þetta er fremur nett tæki sem ætlað er á vegg, notar tvær 4 vatta LED perur og er IP55 varið — hentar því vel þar sem raki, þrif eða krefjandi aðstæður geta verið til staðar.
LÁGUR REKSTRARKOSTNAÐUR: LED tæknin tryggir afar litla orkunotkun, jafnvel minni en í hefðbundnum flugnabönum (með rafrænum ballöstum).
„NÝTT TÆKI“ ÞEGAR SKIPT ER UM PERUR: Drifbúnaður (driver) er innbyggður í sjálfum LED perunum. Þegar skipt er um perur endurnýjast drifbúnaðurinn um leið — þannig er ekki þörf á að skipta um dýrar drifbúnaðareiningar eftir nokkur ár.
VIÐHALD ÁN VERKFÆRA: Með því að lyfta upp framhlífinni kemstu auðveldlega að perunum og límspjaldinu.
NÚTÍMALEG HÖNNUN OG RYÐFRÍ FRAMHLIÐ: Nútímaleg hönnun ásamt ryðfrírri framhlið gerir tækið snyrtilegt og hentugt bæði í sýnilegum rýmum og í bakrými/framleiðslurými.
PERA MEÐ ÖRYGGISHLÍF: Allir nýju Insect-a-clear flugnabanarnir frá okkur koma með perum með öryggishlíf. Öryggishlífin er plasthlíf sem umliggur peruna og verndar umhverfið fyrir glerbrotum. Ef peran brotnar haldast glerbrotin inn í öryggishlífinni, en það er afar mikilvægt t.d. þar sem unnið er með opin matvæli.
Tæknilegar upplýsingar:
Verndarsvæði: Allt að 80 fm
Rafspenna: 230V- 50Hz
Afl: 8W
Útfjólublá pera: 2 stk. af 4W LED Aflöng 450 mm T8, m/öryggishlíf (BPLS04LS)
Límspjald: 1 stk. af Vulcan límspjaldi (ICB1134)
Stærð: 590 x 105 x 350 mm
Þyngd: 3,5 kg
Burðarvirki: Ryðfrítt 304 stál og UV þolið ABS plast
Ábyrgð: 5 ár (þó ekki á peru og límspjaldi)





